2. Sigríður Indriðadóttir

Sigríður er 42 ára og starfar sem mannauðsstjóri hjá Mosfellsbæ og þjálfari hjá Dale Carnegie. Hún er gift Hirti Hróðmarssyni rafeindavirkja og á þrjár dætur, Ingu Maríu 20 ára, Sillu Rún 17 ára og Mirru Björt 11 ára. Sigríður hefur mikinn áhuga á skólamálum, íþrótta- og tómstundastarfi og fjölskyldumálum almennt. Hennar áhugasvið liggur einnig í stjórnsýslunni og markaðs- og atvinnumálum. Frítímann notar Sigríður fyrst og fremst til samvista með fjölskyldu og vinum. Hún er einnig mikill tónlistarunnandi, þykir gaman að fara í bíó, elda góðan mat og rækta líkama og sál. Mottó: „Hugurinn er eins og fallhlíf – hann virkar best þegar hann er opinn!“

2. sæti - Sigríður Indriðadóttir

2. sæti – Sigríður Indriðadóttir

You may also like...