3. Einar Brandsson

Einar Brandsson er fæddur 13 janúar 1962 á Akranesi og er alinn þar upp. Hann er giftur Ösp Þorvaldsdóttur . Þau eiga saman þrjú börn 11 ára, 29 ára og 31 árs.
Einar er útskrifaður rekstratæknifræðingur og hefur fengist við ýmis störf, svo sem að vera meðferðafulltrúi á sambýli, vélvirki og háseti á bátum. Undanfarin ár hefur hann starfað hjá Skaganum hf sem tæknistjóri. Hann sat sem áheyrnafulltrúi í bæjarráði og situr nú sem áheyrnafulltrúi í fjölskylduráði frá júní 2010. Einar hefur áhuga á nánast öllum málaflokkum í rekstri bæjarins en hefur mest verið í því sem tengist fjölskylduráði. Aðaláhugamálið er fjölskyldan en hann hefur einnig áhuga á fótbolta og íþróttum almennt.

3. sæti - Einar Brandsson

3. sæti – Einar Brandsson

You may also like...