4. Valdís Eyjólfsdóttir

Valdís er fædd og uppalin á Akranesi og hefur búið hér alla tíð ef frá eru talin sex ár í Reykjavík og rúmt ár í Danmörku. Hún er gift Stefni Erni Sigmarssyni og saman eiga þau tvo syni og eina dóttur.Hún er stúdent frá FVA, viðskiptafræðingur frá Háskólanum á Bifröst og er með MBA gráðu og verðbréfamiðlarapróf frá Háskólanum í Reykjavík. Hún stofnaði fyrirtækið Vaktaskipan ehf. út frá lokaverkefni á Bifröst og starfaði þar í um fimm ár. Fór síðan að vinna fyrir Íslandsbanka sem sérfræðingur í verðbréfavörslu og skuldabréfaþjónustu og að því loknu hóf hún störf sem verkefnastjóri á fyrirtækjasviði hjá Íbúðalánasjóði. Síðustu áramót hóf hún störf á skrifstofu Heilbrigðisstofnun vesturlands á Akranesi og þar með lauk jafnframt níu ára daglegri keyrslu til Reykjavíkur í vinnu.

Henni finnst fátt betra enn að horfa á góða bíómynd eða lesa sakamálasögu með skemmtilegri fléttu. Valdís passar sig á að hreyfa sig reglulega því hún situr mikið í vinnunni og telur nauðsynlegt að vega upp á móti því með einhverju móti. Það besta í heimi er þó að eiga góðar stundir með fjölskyldunni og góðum vinum.
4. sæti - Valdís Eyjólfsdóttir

4. sæti – Valdís Eyjólfsdóttir

You may also like...