8. Sævar Jónsson

Sævar er fæddur á Akranesi alinn upp í Kópavogi, giftur Gerði Helgu Helgadóttur, saman eiga þau tvo stráka, Emil Kristmann 23 ára og Jón Helga 15 ára.Hann útskifaðist frá Iðnskólanum Reykjavík 1990 sem Blikksmiður og sem meistari 2009 frá VMA. Flutti á Akranes 1996 og hóf störf í Blikksmiðju Guðmundar, keypti smiðjuna árið 2007 og hefur rekið hana síðan. Hann hefur mikinn áhuga á félagsstörfum, hefur verið í stjórn Félags Blikksmiða einnig starfað sem knattspyrnu dómari ásamt því að hafa verið formaður KDA, verið í stjórn KFÍA og er núna formaður félags Blikksmiðju eiganda ásamt því að vera í stjórn Sorpurðunar Vesturlands. Hann hefur mikinn áhuga á öllu sporti, fótbolta, fjallgöngu, golfi, hundum og mótorhjólum.

8. sæti - Sævar Jónsson

8. sæti – Sævar Jónsson

You may also like...