Stefnumál

VELFERÐAMÁL
Velferðamál
Velferðarþjónusta er mikilvægur þáttur í rekstri sveitarfélaga. Þarfir íbúa eru mismunandi og því þarf þjónustan að vera fjölbreytt svo tryggja megi best lífsgæði hvers og eins. Hana þarf ávallt að veita af metnaði og nærgætni. Jafnframt þarf bæjarfélagið að standa vörð um hagsmuni íbúa í þeim málaflokkum sem ekki falla undir lögbundin verkefni sveitarfélagsins. Því ætlum við að:

* Efla einstaklingsmiðaða þjónustu við fólk með fötlun í góðu samráði við fjölskyldur þess og finna leiðir til aukinnar atvinnuþáttöku.

*Þrýsta á að ríkið yfirtaki lífeyrisskuldbindingar Höfða.

*Halda áfram uppbyggingu Höfða í samráði við meðeigendur, meðal annars með fjölgun hjúkrunarrýma.

*Marka stefnu í búsetuúrræðum fyrir aldraða sem tekur meðal annars mið af eflingu heimaþjónustu og uppbyggingu öryggisíbúða.

*Halda áfram uppbyggingu félagsstarfs eldri borgara.

*Uppfylla lögboðið hlutverk Akraneskaupstaðar með mótun jafnréttisáætlunar. 
*Standa vörð um starfsemi Heilbrigðisstofnunar Vesturlands og beita öllu okkar afli í þeirri varðstöðu þannig að þjónusta stofnunarinnar verði aukin að nýju. Tryggja verður með samtakamætti Skagamanna að uppbygging nýs sjúkrahúss á höfuðborgarsvæðinu bitni ekki á sjúkrahúsþjónustu á Akranesi.

FJÖLSKYLDU- OG SKÓLAMÁL

Akraneskaupstaður er fjölskylduvænn íþrótta- og menningarbær með góða skóla. Við viljum gera enn betur og tryggja að við séum ávallt í fremstu röð. Til að svo megi verða þarf að:

*Horfa til nútímatækni til að stuðla að aukinni fjölbreytni og framsækni í skólastarfi.

*Auka tengsl grunnskólanna og samnýta betur húsnæði og mannauð með bætt skólastarf og aukna samheldni nemenda að leiðarljósi.

*Þróa samstarf grunnskólanna á Akranesi og Fjölbrautaskóla Vesturlands. Í upphafi miðist það samstarf við heilbrigt félagslíf ungmenna í listum, menningu og íþróttum. 
*Bæta aðbúnað í grunnskólum með endurnýjun búnaðar.
*Undirbúa byggingu nýs grunnskóla þannig að bæjarfélagið sé betur í stakk búið til að mæta fjölgun nemenda. 
*Koma á samræmdri stefnu mötuneyta bæjarins og auka hlutfall lífrænnar fæðu í leik- og grunnskólum.
*Koma á heimagreiðslum til foreldra sem hafa fullnýtt fæðingarorlof sitt og eiga börn á biðlista hjá dagforeldri. Upphæðin verði jafnhá og greidd er með barni hjá dagforeldri.

*Endurskoða fyrirkomulag á sumarlokun leikskóla á Akranesi svo fólk hafi meira val um hvenær það tekur sumarleyfi.

ATVINNA, NÝSKÖPUN OG SAMGÖNGUR

Við viljum í senn standa vörð um rótgróið atvinnulíf, fjölga  atvinnutækifærum og hvetja til nýsköpunar. Einnig leggjum við áherslu á mikilvægi þess að bæta samgöngur, efla ferðaþjónustu og auglýsa Akranes sem áhugaverðan kost í þeim efnum. Þetta gerum við með því að:

*Sinna betur þörfum fyrirtækja á Akranesi, meðal annars í skipulagsmálum og skapa vettvang til að efla samtakamátt fyrirtækja í bænum.
*Leita leiða til að koma tilbúnum atvinnulóðum í notkun.
*Veita nýsköpunarviðurkenningar til fyrirtækja og einstaklinga.
*Leggja áherslu á uppbyggingu Akraneshafnar og bæta aðstöðu fyrir sjávarútvegstengda  starfsemi og sjávartengda ferðaþjónustu.
*Kynna Akranes fyrir útgerðum skemmtiferðaskipa í gegnum markaðsstarf Faxaflóahafna.
*Auka vægi menningartengdrar ferðaþjónustu.
*Kynna Akranes sem vænlegan búsetukost.
*Tryggja að almenningssamgöngur jafnt innan bæjar sem utan mótist af þörfum notenda.
*Beita okkur fyrir því að hugmyndir í núverandi samgönguáætlun um lagningu Sundabrautar verði að veruleika.
*Mótmæla öllum hugmyndum um áframhaldandi gjaldtöku í Hvalfjarðargöngum eftir 2018.

ÍÞRÓTTA-, TÓMSTUNDA- OG MENNINGAMÁL

Íþróttir og tómstundir eru einstaklega mikilvægar þegar kemur að forvörnum og uppeldi barna og unglinga. Við leggjum áherslu á gott samstarf við íþrótta- og tómstundafélög í bænum. Við viljum fjölbreytt menningarlíf og góða aðstöðu til íþrótta. Við leggjum áherslu á að:

*Ráðist verði í nauðsynlegar viðhaldsframkvæmdir á íþróttamannvirkjum meðal annars endurnýjun á útisvæði Jaðarsbakkalaugar.

*Vinna heildstæða áætlun um framtíðaruppbyggingu og aðstöðu fyrir almennings- og  keppnisíþróttir.
*Veita árlega hvatningarstyrki til ungmenna – einstaklinga eða hópa – sem skara fram úr í íþróttum eða listum.
*Efla menningartengda viðburði svo sem Írska daga og Vökudaga. Hvetja einstaklinga og félög til frekara grasrótarstarfs á þeim vettvangi.
*Styðja við bakið á ungum tónlistarmönnum meðal annars með því að koma á fót aðstöðu til hljómsveitaræfinga.
*Auka aðdráttarafl Safnasvæðisins að Görðum.
*Efla enn frekar starfsemi Þorpsins.

STJÓRNSÝSLA OG FJÁRMÁL

Við leggjum áherslu á jafnræði allra bæjarbúa, ábyrgð, aðhald og gegnsæja stjórnsýslu. Þess vegna ætlum við að:

*Vinna stefnumótun Akraneskaupstaðar og móta framtíðarsýn og gildi bæjarfélagsins.
*Auka rafræna þjónustu við íbúa svo hver og einn geti með auðveldum hætti komið erindum sínum á framfæri og fylgst með framgangi þeirra og afgreiðslu.
*Auka tekjur Akraneskaupstaðar með því að laða að ný fyrirtæki, auka atvinnutækifæri, koma ónýttum íbúða- og atvinnulóðum í nýtingu ásamt því að fjölga íbúum bæjarins. 
*Vanda forgangsröðun framkvæmda og fjárfestinga.
*Hagræða í rekstri þannig að svigrúm skapist til að minnka álögur á bæjarbúa.
*Birta ársfjórðungslega upplýsingar um rekstur bæjarins á einfaldan og skilmerkilegan hátt.
*Innleiða vottað gæðakerfi í stjórnsýslu Akraneskaupstaðar.
*Bæta vinnubrögð við ráðningu starfsfólks.
*Í ársreikningi komi fram skipting þess fjármagns sem fer annars vegar í lögbundin verkefni og hins vegar í önnur verkefni. 
*Sækja um jafnlaunavottun en hún staðfestir að konur og karlar fái sömu laun fyrir sömu eða jafnverðmæt störf.

Við viljum gera bæinn okkar fallegri og bæta aðstöðu til útivistar.Við ætlum okkur meðal annars að:

*Gera átak í endurnýjun gatna og gangstétta ásamt því að fegra umhverfi eldri íbúðahverfa.
*Endurskoða aðalskipulag í framhaldi af yfirtöku á Sementsreitnum. Taka þarf tillit til vilja íbúa og kanna margvíslega möguleika á uppbyggingu, svo sem fyrir íbúabyggð, afþreyingu, verslun og þjónustu.
*Endurheimta stemningu og fyrri styrk miðbæjarins meðal annars með því að finna gamla
Landsbankahúsinu framtíðarhlutverk.
*Vinna heildstæða viðhaldsáætlun fyrir fasteignir Akraneskaupstaðar.
*Auka öryggi gangandi skólabarna og annarra vegfarenda við Íþróttamiðstöðina á Jaðarsbökkum.
*Bæta aðstöðu og aðgengi að útivistarperlum eins og Langasandi, Garðalundi og Breiðinni.
*Tryggja að stjórnsýsla í skipulags- og byggingarmálum sé formföst og jafnræði íbúa sé gætt.
*Halda áfram uppbyggingu göngu-, reið- og reiðhjólastíga ásamt því að byggja upp og endurnýja eldri leikvelli í bænum. 
*Fjárhagslegur ávinningur sorpflokkunar bæjarbúa komi fram í lækkun sorphirðugjalda og að séð verði til þess að tekin verði upp sorpflokkun hjá fyrirtækjum og stofnunum á Akranesi.
*Krefjast þess að Orkuveita Reykjavíkur ljúki framkvæmdum við fráveitu.

You may also like...